Þú ert hér






















Hér er vísað á sýnishorn af vandamálum sem ýmsar erlendar stofnanir og kennarar hafa sett á Netið. Í flestum tilfellum er leyfilegt að styðjast við eða nota þessi vandamál í lausnaleitarnámi svo framarlega sem heimilda er getið!

Í sumum tilfellum gæti verið ráðlegt að  hafa samband við viðkomandi kennara til að fá leyfi. Þeir taka fyrirspurnum af því tagi yfirleitt fagnandi og jafnvel þakka manni í leiðinni fyrir að útbreiða kennsluaðferðina.


Flokkuð sýnishorn af spennandi vandamálum fyrir háskóla og framhaldsskóla sem kennarar við University of Delaware hafa safnað saman: 
Problem-Based Learning at the University of Delaware


Kennarar University of Delaware hafa auk þess sett upp mjög vandaðan vef sem þau kalla PBL Clearinghouse þar sem hægt er að skoða safn vandamála sem lögð hafa verið fyrir nemendur háskóla og framhaldsskóla í hinum ýmsu greinum. Ennfremur er þar fjöldi greina um lausnaleitarnám. Þetta er lokaður vefur sem hægt er að fá aðgang að með góðu móti:
Problem-Based Learning Clearinghouse at the University of Delaware


Flokkuð sýnishorn af vandamálum fyrir háskóla og framhaldsskóla á upplýsingavef Stanford University um lausnaleitarnám:
Examples of PBL Problems


Flokkuð safnsíða dr. P. K. Rangachari, prófessors við McMaster University sem hefur að geyma vandamál tengd læknisfræði: Problem-Based Learning - Writing Problems


Stór safnsíða The National Center for Case Study Teaching in Science við University of Buffalo í New York þar sem vísað er á uppsprettur fróðleiks á Netinu sem kennarar geta hugsanlega stuðst við þegar þeir eru að semja vandamál fyrir lausnaleitarnám: Case Study Collection 


Tuttugu dæmi um vandamál [Case] í líffræði fyrir framhaldsskóla ásamt fróðleik og góðum ráðum fyrir líffræðikennara: Problem-Based Learning in Biology


 



Upp

© 2000 Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært: 02.03.2011