Þú ert hér






















 

Helstu leiðir sem kennarar geta stuðst við til að viðhalda virku hópstarfi í skólastofunni:

Samvinnunám [Collaborative Learning]

Óformlegt

Formlegt

Stutt ferli

Lengra ferli

Ómarkviss skipting í hópa 
í sérstöku augnamiði [Ad hoc]

Markviss skipting í hópa

  Dæmi:
 
Einn-fleiri-allir [Think-Pair-Share]
 
'Minute papers' - smellið
hér til að
  sjá hvaða áhugaverða fyrirbæri er
  hér á ferðinni

  Hugtakapróf [Concept testing]
  Dæmi: 
 
'Púsl' hópar
  Kynningar, umræður 
  Lausnaleitarnám eða
  verkefnamiðað nám

Fimm megineinkenni samvinnunáms [Cooperative learning]

  • Meðlimir hópsins eru háðir hver öðrum í jákvæðum skilningi

  • Allir meðlimir hópsins bera jafnmikla ábyrgð

  • Hvetjandi samskipti á báða bóga [augliti-til-auglitis]

  • Kunnátta hópsins nýtist sameiginlega

  • Sameiginleg úrlausn hópsins
    [Johnson, Johnson & Smith. Maximizing Instruction,Through Cooperative Learning. AAHE Prism. Feb. 1998]


Hvers vegna hópvinna?


Fimm helstu leiðir til að eyðileggja hópstarf

Notið 5 mínútur til að hugsa um þetta - 
það getur komið sér vel síðar:
  • Að vera . . . 
  • Að vera . . .

  • Að vera . . .

  • Að vera . . .

  • Að vera . . .

 Nokkur dæmi:

  • Að vera óstundvís

  • Að vera kærulaus

  • Að vera of leiðandi

  • Að vera óvirkur

  • Að tilkynna ekki forföll

  • Að mæta óundirbúinn


Spurningar til að hugleiða

  • Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis í þessum hóp?

  • Hvað er hægt að gera til að hjálpa þessum hóp til að vinna betur?

  • Hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa uppákomu?


Uppástungur um nýtingu hópstarfs

  • Skipuleggið hópstarfið strax í byrjun skólaárs/misseris

  • Veljið tilviljanakennt [Heterogeneous] í hópa

  • Víxlið ábyrgð á hlutverkum

  • Hópurinn setur grundvallar vinnureglur

  • Nemendur sjá um að meta vinnu hvers annars


Að byrja

  • Útskýrið hvers vegna þið hafið þá skoðun að virkt nám/hópstarf sé góð námsaðferð

  • Biðjið nemendur að segja frá fenginni reynslu af hópstarfi

  • Segið þeim frá þeim hjálpartækjum sem þið ætlið að nota

  • Upphitun fyrir virkt hópstarf


Myndun hópa

Tilviljanakennd hópskipting:

  • eftir verkefnum

  • í kennslustundum

Tilviljanakennd hópskipting byggð á upplýsingum:

  • úr nemendaskrám

  • sem nemendur útvega


Hlutverk sem nemendur skiptast á um

  • Umræðustjóri [Discussion Leader]
    Heldur hópnum við efnið; heldur fullri aðild

  • Skrásetjari [Recorder]
    Skráir niður verkefni, áætlanir, óleyst mál, gögn og upplýsingar; sér um að kalla hópinn saman utan kennslustunda

  • Talsmaður [Reporter]
    Gefur skýrslu þegar allir hóparnir taka þátt í umræðum; skrifar loka-uppkast úrlausnarinnar

  • Gæðastjóri [Accuracy Coach]
    Fylgist með skilningi hópsins; leitar úrræða


Dæmi um grundvallarreglur í hópstarfi

  • Mæta stundvíslega

  • Vera búinn að vinna verkefnið og tilbúinn til að ræða það

  • Láta hópmeðlimi vita með fyrirvara ef viðkomandi getur ekki mætt í tíma einhverra hluta vegna

  • Vera reiðubúinn að miðla upplýsingum

  • Virða skoðanir, gildismat og hugmyndir hinna í hópnum

Ef meðlimir hópsins brjóta þessar reglur geta aðrir meðlimir hópsins beitt eftirfarandi viðurlögum:

Jafningjamat

Nokkrar tillögur til íhugunar:

  • Notið fyrirfram ákveðinn mælikvarða til að meta hegðun

  • Framkvæmt a.m.k. tvisvar sinnum á önn/misseri

  • Þessi þáttur hefur áhrif á einkunnir nemenda

  • Niðurstöður dregnar saman og birtar

  • Úrvinnslan höfð einföld

  • Fellt inn í verkefni hópsins


Einu sinni var...

Nú - eftir þennan lestur væri upplagt að skoða litlu sjálfvirku sksýninguna Einu sinni var... - ef þið eruð ekki þegar búin að því. Nægir að smella á nafn hennar hér fyrir framan.


_________
Heimildir:

Allen, Deborah, University of Delaware - Institute for Transforming Undergratuate Education: Glærukynning á námskeiðinu Integrating Active Learning with Online Resources 18.-22. júní 2001.


Upp

© 2000 Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært: 09.02.2007