Í
þekkingu á eigin hugsun felst að við getum fylgst með hugsun okkar
og stýrt henni og þannig beint henni að þeim atriðum og þáttum
sem skipta máli við lausn einhverra verkefna
(Guðmundur B. Arnkelsson, 2000).
Þekking
á eigin hugsun
[Metacognition]
skiptist í þrjá megin þætti:
-
Fyrst
þarf að semja áætlun um
hvað gera skuli
-
Síðan
þarf að endurskoða/yfirfara áætlunina
-
Að
lokum þarf að meta
áætlunina
Áður
en hafist er handa -
Þegar áætlunin er samin, er spurt:
-
Hvað
veit ég fyrir sem getur hjálpað mér við þetta verk?
-
Hvert
vil ég að hugsanaferlið leiði mig?
-
Á
hverju á ég að byrja?
-
Af
hverju er ég að lesa þennan hluta?
-
Hvað
hef ég langan tíma til að ljúka verkinu?
Á
meðan
á
verkinu stendur - Þegar áætlunin er
endurskoðuð, er spurt:
-
Hvernig
gengur mér?
-
Er ég
á réttri leið?
-
Hvernig
á ég að halda áfram?
-
Hvaða
upplýsingar er mikilvægt að leggja á minnið?
-
Ætti
ég að snúa mér annað í upplýsingaleitinni?
-
Ætti
ég að hægja á mér í takt við þær hindranir sem ég hef rekist
á?
-
Hvað
þarf ég að gera ef ég skil ekki?
Að afstöðnu
verki
- Þegar áætlunin er metin,
er spurt:
-
Stóð ég
mig vel?
-
Bar hugsanaferlið sem ég beitti meiri eða minni
árangur en ég
bjóst við?
-
Hefði ég getað gert
eitthvað öðruvísi?
-
Hvernig
get ég heimfært þetta hugsanaferli yfir á önnur vandamál?
-
Verð
ég að fara aftur í gegnum ferlið til að fylla upp í þær
"eyður" sem hafa komið í ljós varðandi skilning
minn?
_______
Heimildir:
Guðmundur B. Arnkelsson (2000).
Orðgnótt - Orðalisti í almennri sálarfræði. Háskóli Íslands. Háskólaútgáfan.
Reykjavík.
Metacognition
- North Central Regional Laboratory
- þýtt með leyfi NCRL.
Upp
© 2000
Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært:
03.05.2005
|