Þú ert hér











[Metacognition]
 
[Learning to learn]





Kröfur um sjálfsnám og sjálfstæð vinnubrögð aukast smám saman eftir því sem nemendum miðar áfram í námi. Auk þess stunda fjölmargir nemendur fjarnám og dreifnám sem hefur sömuleiðis í för með sér að nemendur þurfa að bjarga sér sjálfir að mestu eða öllu leyti.  

Getur þá verið gott að hafa tækifæri til að lesa sér til um hvernig sérfræðingar telja best að stunda námið. Í því skyni verður hægt að nálgast hér valdar leiðbeiningar og góð ráð í þeim fræðum. 

Fyrst er vísað á mjög ítarlegar leiðbeiningar um ritgerðasmíð eftir Eirík Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands að fengnu góðfúslegu leyfi hans. Það er ómetanleg lyftistöng að fá þessar góðu leiðbeiningar í hendur áður en ráðist er í stóra sem smáa ritsmíð á hvaða vettvangi sem er. Eins og fram kemur á forsíðu eru þær að mestu byggðar á langri reynslu Eiríks af byrjendakennslu í íslensku. Leiðbeiningarnar eru upphaflega samdar fyrir námskeiðið Aðferðir og vinnubrögð á fyrsta ári í íslensku en hefur þó verið breytt nokkuð til að gera þær almennari:

  • Fjallað er um fimm meginþætti ritgerðasmíðinnar; efnisval og byggingu, heimildir og meðferð þeirra, málsnið og málfar, form heimildatilvísana og heimildaskrár, frágang og yfirlestur. Enn fremur er vakin athygli á orðabókum, handbókum, stofnunum og fyrirtækjum sem geta komið að góðu gagni við ritsmíð: Leiðbeiningar um ritgerðasmíð

Í annan stað er vísað á mjög góðar greinar um nám og kennslu sem Joe Wolfe, prófessor við The University of New South Wales í Sydney hefur sett á vefinn. Þó skrif hans og ráðleggingar séu yfirleitt miðaðar við nemendur sem langt eru komnir í námi [graduate students] þá eru þau í flestum tilfellum þess eðlis að þau henta flestum nemendum sem á annað borð lesa ensku:

  • Ráðleggingar um það hvernig gott er að undirbúa sig undir próf og að taka próf:
    Hints for doing tests
    . "All obvious advice, but it may help"

  • Nokkur grundvallaratriði sem gott er að hafa í huga þegar nemendur [og kennarar] þurfa að tala opinberlega í fyrsta skipti:
    Tips for giving talks
    : "Some basic tips written for students who may not have given talks before"

  • Einfaldar en um leið gagnlegar leiðbeiningar um skrif lokaritgerða á hvaða stigi sem er [þrátt fyrir titilinn]:
    How to write a PhD thesis
    . "Strangely enough, this is a big hit. Either there are lots of students writing theses, or lots of people procrastinating

  • Hér er vísað á yfirgripsmiklar leiðbeiningar um námstækni og námskipulag sem Joe Landsberger hjá Academic Web Services við St.Thomas háskóla í St. Paul, Minnesota. Landsberger hvetur alla til að nota vefinn og gefur jafnframt leyfi til að afrita, aðlaga, prenta, dreifa og senda leiðbeiningarnar en bendir jafnframt á að betra sé að hafa tengil á síðuna hans frekar en setja upp sambærilega síðu sjálfur þar sem hann sé sífellt að breyta og bæta.

Og síðast en ekki síst er hér vísað á nokkra gagnlega vefi þar sem hægt er að nálgast leiðbeiningar og góð ráð til að bæta vinnubrögð og námstækni:

Námsráðgjöf Kennaraháskóla Íslands

Námsráðgjöf Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Námsráðgjöf Háskóla Íslands

Námsráðgjöf Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Leiðbeiningar og góð ráð um tölvutengt efni


Upp

© 2000 Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært: 04.07.2005