|
Kröfur um sjálfsnám og sjálfstæð vinnubrögð aukast smám saman eftir því sem nemendum miðar áfram í námi. Auk þess stunda fjölmargir nemendur fjarnám og dreifnám sem hefur sömuleiðis í för með sér að nemendur þurfa að bjarga sér sjálfir að mestu eða öllu leyti. Getur þá verið gott að hafa tækifæri til að lesa sér til um hvernig sérfræðingar telja best að stunda námið. Í því skyni verður hægt að nálgast hér valdar leiðbeiningar og góð ráð í þeim fræðum. Fyrst er vísað á mjög ítarlegar leiðbeiningar um ritgerðasmíð eftir Eirík Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands að fengnu góðfúslegu leyfi hans. Það er ómetanleg lyftistöng að fá þessar góðu leiðbeiningar í hendur áður en ráðist er í stóra sem smáa ritsmíð á hvaða vettvangi sem er. Eins og fram kemur á forsíðu eru þær að mestu byggðar á langri reynslu Eiríks af byrjendakennslu í íslensku. Leiðbeiningarnar eru upphaflega samdar fyrir námskeiðið Aðferðir og vinnubrögð á fyrsta ári í íslensku en hefur þó verið breytt nokkuð til að gera þær almennari:
Í annan stað er vísað á mjög góðar greinar um nám og kennslu sem Joe Wolfe, prófessor við The University of New South Wales í Sydney hefur sett á vefinn. Þó skrif hans og ráðleggingar séu yfirleitt miðaðar við nemendur sem langt eru komnir í námi [graduate students] þá eru þau í flestum tilfellum þess eðlis að þau henta flestum nemendum sem á annað borð lesa ensku:
Og síðast en ekki síst er hér vísað á nokkra gagnlega vefi þar sem hægt er að nálgast leiðbeiningar og góð ráð til að bæta vinnubrögð og námstækni:
© 2000
Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri |