Lausnaleitarnám
- sjá skýringarmynd
- fer fram á eftirfarandi hátt:
-
Nemendur fá
ákveðið vandamál í hendur til að glíma við. Innan hópsins flokka þeir
hugmyndir sínar, deila þeirri þekkingu sem þegar er fyrir hendi
sem tengist vandamálinu og reyna að skilgreina almenna eiginleika þess.
-
Nemendur bera
fram spurningar um þær hliðar vandamálsins sem þeir skilja ekki
og sem þarf að kanna nánar. Nemendur eru sífellt hvattir til að
skilgreina það sem þeir vita sem og það sem þeir vita ekki.
-
Nemendur raða
þeim námsþáttum [learning issues] upp sem þarf að kanna nánar
og fram koma á fyrsta fundi þeirra. Ákveða síðan í sameiningu hvaða almennu
atriði verða rannsökuð af öllum hópnum og hvaða einstakar
spurningar er hægt að fela einstaklingum til að rannsaka
-
Nemendur ásamt
kennara ræða hvaða úrræða og annars efnis þurfi að afla til að
rannsaka þessa tilteknu námsþætti og hvar þá sé helst að
finna.
-
Nemendur
rannsaka það sem þeim var falið af hópnum, koma síðan saman og ræða
þá námsþætti sem þeir rannsökuðu og yfirfæra
nýja þekkingu yfir á vandamálið.
-
Nemendur halda
áfram að skilgreina nýja námsþætti eftir
því sem þeim miðar áfram við lausn vandamálsins.
Sjá
ennfremur umfjöllun undir liðnum Vandamál
_______
Heimildir:
Watson George (2002). Using Technology to Promote Success in PBL
Courses. The Technology Source maí/júní 2002.
Upp
© 2000
Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært:
03.05.2005
|