|
|
![]() |
|
Haustið 1998 hóf ég framhaldsnám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan meistaraprófi haustið 2003. Meistaraprófsverkefnið sem ber nafnið Færni til framtíðar - Upplýsingasetur um lausnaleitarnám er tvíþætt annars vegar samnefnt upplýsingasetur og hins vegar fræðileg greinargerð þar sem gerð er nánari grein fyrir megineinkennum og markmiðum lausnaleitarnáms. Við gerð vefsetursins hef ég haft að leiðarljósið að í boði séu sem fjölbreyttastar upplýsingar um lausnaleitarnám sem í fljótu bragði gefa góða innsýn í aðferðina. Síðan er hægt – ef áhugi er fyrir hendi - að afla sér nánari upplýsinga um lausnaleitarnám annað hvort með því að skoða þær vefslóðir og bækur sem bent er á eða með því að lesa fræðilegu greinargerðina Færni til framtíðar sem hægt er að nálgast hér á upplýsingasetrinu. Greinargerðin er sett þannig upp að ekki þarf að lesa hana frá upphafi til enda til að finna það sem fólk hefur áhuga á – hægt er að smella á viðkomandi kafla og síðan undirkafla og fá upplýsingar í fljótu bragði um það sem hugurinn stendur til. Þegar vitnað er í vefsetrið eða greinargerðina vinsamlegast afritið þá þann texta sem við á hér fyrir neðan: Þórunn Óskarsdóttir. (2000). Færni til framtíðar - Upplýsingasetur um lausnaleitarnám. Sótt 31.03.2012 frá http://www.pbl.is
Þórunn
Óskarsdóttir. (2003). Færni til framtíðar. Sótt
31.03.2012
frá http://www.pbl.is/master Við
úthlutun styrkja menntamálaráðuneytisins til námsefnisgerðar í
bóklegum og verklegum námsgreinum á framhaldsskólastigi fyrir árið 2002
veittist mér sá heiður að fá styrk Lausnaleitarnám er byggt á
hugmyndum bandaríska heimspekingsins og menntafrömuðarins John
Dewey Í bókum sínum Hugsun og menntun [How We Think] og Reynsla og menntun [Experience and Education], sem út komu í íslenskri þýðingu Gunnars Ragnarssonar árið 2000, fjallar Dewey á ítarlegan hátt um mikilvægi þess að þjálfa ígrundaða hugsun [reflective thinking] og að tengja saman nám og reynslu [learning by experience].
Í lausnaleitarnámi er lögð höfuðáhersla á þessi atriði, þ.e. að þjálfa nemendur í ígrundaðri hugsun og að stuðla að því að þeir læri af reynslunni með því að leggja fyrir þá flókin raunveruleg vandamál til úrlausnar. © 2000 Þórunn
Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri |