Í dag er þriðjudagur
7. janúar 2022 og
klukkan er 12:30 e.h.










Á þessu vefsetri er hægt að nálgast fjölþættar upplýsingar um náms- og kennsluaðferðina lausnaleitarnám sem á ensku kallast Problem-Based Learning.

Vefsetrið er fyrst og fremst tilkomið vegna áhuga undirritaðrar á notkun tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi en lausnaleitarnám [PBL] er ein þeirra kennsluaðferða þar sem unnt er að nýta tæknina út í ystu æsar.

Hugmyndin er sú að hér geti kennarar og aðrir sem áhuga hafa á breyttum kennsluháttum nálgast alhliða upplýsingar um lausnaleitarnám á einum og sama stað. Í því skyni er jafnframt vísað á önnur vefsetur um lausnaleitarnám þar sem væntanlega verður hægt að fá nánari upplýsingar um valið efni ef óskað er.

Um er að ræða þróunarverkefni og mun vefurinn verða í stöðugri uppfærslu. Vonast er til að hann nýtist sem öflugt hjálpartæki fyrir þá sem hafa hug á að nota lausnaleitarnám í kennslu eða eru þegar farnir til þess. 

© 2000 Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært: 06.01.2022

eXTReMe Tracker