![]() ![]() |
|
|||||||||||
|
Greinargerð þessi er hluti meistaraprófsverkefnis til fullnaðar M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni. Hún er gerð í tengslum við Upplýsingasetur um lausnaleitarnám sem lagt er fram með henni. Verkefnið er 25 einingar. Verkefnið
í heild er lagt fram pappírslaust í formi margmiðlunardisks og vefsvæðis
með frjálsum aðgangi fyrir alla. Upplýsingasetrið er hýst á vefslóðinni:
www.pbl.is Margmiðlunardiskurinn sem varðveittur er á bókasafni Kennaraháskóla Íslands inniheldur verkefnið í þeirri mynd sem það var þegar það var lagt fram í október 2003. Upplýsingasetrið er hins vegar í stöðugri uppfærslu og er eindregið mælt með því að það sé skoðað á Netinu. Meistaraprófsverkefnið
var unnið undir styrkri leiðsögn dr.
Ingvars
Sigurgeirssonar Reykjavík
í október 2003
|