Umfjöllun Maríu Bjargar Kristjánsdóttur og Sigurlaugar  Kristmannsdóttur í heild:

Við höfum reynt að hafa fjölbreytileika í kennsluaðferðum og verkefnum og liður í því er að nota leitarnámsaðferðir. Við höfum notað verkefni sem byggja á lausnaleitarnámi í Nát103, aðallega í tengslum við vist-og umhverfisfræði. Hér má sjá dæmi um slík verkefni. Í upphafi setjum við fram tiltekin viðfangsefni sem krefjast úrlausna. Við höfum leitast við að hafa viðfangsefni raunveruleikatengd en það er aðalgaldurinn að búa til verkefni sem vekja áhuga nemenda og örva þá til upplýsingaleitar.

Ferlið sem við höfum notað er í megindráttum svona:

1) Nemendum skipt í hópa

2) Verkefni lagt fyrir

3) Nemendur skrá niður hvað þeir vita um viðfangsefnið

4) Nemendur skrá niður hvað þeir þurfa að vita til að geta leyst það

5) Nemendur skrá niður hvernig þeir ætla að skipuleggja vinnu sína.

6) Upplýsingasöfnun – Nemendur nota netið jafnt sem bókasafnið

7) Nemendur bera saman bækur sínar og semja greinargerð.

8) Málstofa þar sem nemendur koma niðurstöðum á framfæri

 

Reynsla okkar: (Nokkrir punktar):

Jákvætt:

- Leið til þess að fá nemendur til að tengja nám sitt raunverulegum viðfangsefnum sem  vekja áhuga flestra

- Upplýsingaleit nemenda á netinu, á bókasafni eða í viðtölum við verkefnavinnu er þeim lærdómsrík og þroskandi reynsla

- Í hópavinnunni hafa nemendur kost á því að þroska eiginleika samvinnu, ábyrgðar og tillitssemi

- Leið kennara til að ná betra sambandi við nemendur og þeir sín á milli

Neikvætt:

- Getur verið erfitt að halda utan um hópinn

- Dálítið tímafrekt ferli í þeim tímaramma sem áfangakerfið gefur

- Öryggisleysi hjá nemendum einkum í upphafi vinnu þeirra

- Erfitt að hanna verkefni sem fellur að markmiðum aðalnámskrár og sem  falla algjörlega að velgerðu pbl- viðfangsefni